BARÓNESSAN Á BLÓM FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI LÍFSINS

Blómabúðin Barónessan leggur metnað sinn í að bjóða fjölbreytt úrval fallegra blóma og listilegra blómaskreitinga sem hæfa öllum tækifærum lífsins.

Guðmundur A. Þorvarðarson á og rekur Blómabúðina Barónessan. Hann lauk þriggja ára námi í blómaskreytingum frá Iðnskólanum í Oslo 1985. Hann átti og rak Rådhusblomst í miðborg Oslóar í 13 ár. Árið 1994 flutti hann heim og stofnaði Ráðhúsblóm í Bankastræti sem hann rak til 2002 þegar hann flutti til Suður Afríku þar sem hann bjó og starfaði í 10 ár. Undanfarið hefur hann starfað sjálfstætt í blómaverkefnum þar til Barónessan opnaði 2019.

Frá opnunardegi Barónessunnar

Þjónusta Barónessunnar

Blómvendir

Blómvendir passa fyrir öll tilefni og geta aldrei klikkað. Setjum saman blómvendi samkvæmt þínum óskum og eigum líka oftast úrval fallegra blómvanda og borðskreytinga í verslun okkar.

Litir og tegund blóma í blómaskeytingum ákvarðast oft af tilefninu, þeim getur verið ætlað að tjá t.d. ást eða samúð eða verið í tilefni af afmæli, fæðingu, útskrift o.s.frv.

Afskorin blóm

Mikið úrval af ferskum, hefðbundnum og framandi blómum.

Kappkostum að nota íslensk blóm þegar þau eru fáanleg enda eru gæði þeirra og ending oft betri en innfluttra blóma.

Útfarir - Kistuskreytingar - Kransar

Höfum áratuga reynslu og veitum faglega og persónulega þjónustu við val á blómakveðju við útfarir í samráði við nánustu aðstandendur. Gerum kistuskreytingar, kransa, altarisvendi og samúðarvendi.

Kistuskreytingar eru gerðar í mörgum mismunandi útgáfum í nánu samráði við nánustu ættingja. Varðandi blómaval og liti þeirra er oft tekið tillit til eftirlætis blóma og lita hins látna.

Kransar eru gerðir í mismunandi stærðum og gerðum. Blómaskreytar okkar ráðleggja, útlit, stærðir og blómaval í nánu samráði við þá sem senda krans í útfarir.

Ráðstefnur - Veislur - Viðburðir

Höfum áratuga reynslu á blómaskreytingum fyrir stórar og smáar veislur, opinberar móttökur, ráðstefnur og öðrum viðburðum. Þar má nefna skreytingar á sviði, við ræðupúlt, inngang og umhverfi.

Best er að hafa samband við okkur á byrjunarstigi undirbúnings svo við getum aðstoðað við að skapa einstaka upplifun með hönnun og samsetningu blómaskreytinga sem henta ykkar viðburð, aðstæðum og húsakynnum.

Við leggjum áherslu á sjónræna upplifun og að byggja upp heildar hönnun sem samsvarar sér í útliti, formum og litum.

Brúðkaup

Hringdu og bókaðu viðtal til að fá ráðgjöf varðandi blóm fyrir brúðkaupið því það er að mörgu að huga:

Brúðkaupið:

 • Brúðarvöndur
 • Barmblóm
 • Hárskart
 • Blóm á kjólinn
 • Brúðarmeyjar- og sveinar
 • Brúðarsveina stafir
 • Hringberar
 • Skreytingar fyrir myndatökuna

Kirkjan:

 • Blómaskreytingar fyrir framan kirkjuna
 • Blómaskreytingar á kirkjubekkina
 • Blómaskreytingar á altarið og fremst í kirkjuna

Veislan:

 • Skreytingar við andyri veislusalsins
 • Borðskreytingar
 • Skreytingar fyrir hlaðborð
 • Blóm á brúðartertuna

Við erum á Barónsstíg 27, 101 Reykjavík