Með kórónu barónessu
„Með kórónu barónessu“ var fyrirsögnin í umfjöllun Fréttablaðsins 12. október 2019 um tímamótin þegar Guðmundur Þorvarðarson opnaði blómabúðina Barónessuna.
„Guðmundur Þorvarðarson syndir móti straumnum og opnar blómabúð í miðbænum á morgun, sunnudag. Hún heitir Barónessan. Þar býður hann fólki til stofu.“

Guðmundur Þorvarðarson kveðst hafa róið á ólík mið um ævina, nú ætli hann að opna búð í þeim miðbæ sem margir verslunareigendur hafi flúið úr. Telur sig vera á réttum tíma og segir fleiri munu fylgja á eftir. Búðin hans heitir Barónessan og er á Barónsstíg 27. Þar er hann bæði með afskorin blóm og pottaplöntur. Tekur þátt í bleika mánuðinum og lætur blómin um að segja þá sögu. Sigga Kling er verndari Barónessunnar og það var hún sem ákvað verslunin skyldi opnuð 13. október, að sögn Guðmundar. „Sigga kíkir hingað í kaffi og kleinur á morgun og Edda Björgvins, Salka Sól, Albert, Bergþór, Beggi og Pacas ætla að skutla á sig vinnusvuntum og afgreiða. Það var hefð í Bankastrætinu á Þorláksmessu að stjörnur úr miðbænum tóku tarnir í búðinni. Sú hefð er að taka sig upp,“ segir Guðmundur. „Nú er líka kominn tími á að bjóða fólki í stofuna til að kaupa blóm. Ég vil taka fólk úr amstri og umferð og höfða til fegurðarskyns þess, hér verður alltaf falleg tónlist og auðvitað angan af blómum.“ Um aldamótin rak Guðmundur Ráðhúsblóm í Bankastrætinu og áður samnefnda búð í Ósló, eftir að hafa lokið námi í blómaskreytingum við iðnskóla þar. Svo var hann í Suður Afríku í tíu ár. Okkur Vilhjálmi, manni mínum, datt í hug að kaupa hótel í litlu sveitaþorpi fyrir utan Höfðaborg, það gekk þokkalega en var lífsreynsla. Við lentum í alls konar áföllum, bankahrunið snerti okkur og ég fékk bæði hjartaáfall og heilablóðfall en er að komast á hjólin aftur og nú skutla ég á mig kórónu barónessunnar!“
Það mikil gleði á Barónsstíg 27 þegar Barónessan opnaði þar. Guðmundur Jakobsson tók þessar svipmyndir og deildi með okkur.