Er brúðkaup í vændum? Við hjá Barónessunni höfum áratuga reynslu af brúðkaupum og sjáum um blómaskreytingar fyrir veisluna, kirkjuna og gerum brúðkaupsvendi, blóm fyrir brúðarmeyjar og sveina, barmblóm og allt sem tilheyrir brúðkaupinu. Allt er hannað og gert í nánu samráði við tilvonandi hjón.